SAMSUNG KÆLISKÁPUR USA SVARTUR M. SLÖNGU
SAMSUNG KÆLISKÁPUR USA SVARTUR M. SLÖNGU
- Lítrar: Kælir 417/Frystir 218
- Hljóð: 37 dB
- Orkuflokkur: E
- LED lýsing
- Netverslun
- Akureyri
- Ormsson Lágmúla
Samsung tvöfaldur kæliskápur með vatns- og klakavél. Kæliskápurinn er með nútíma hönnun og yfirborði sem auðvelt er að þrífa. Svarta stálið skapar óaðfinnanlegt útlit og gefur kæliskápnum lúxusyfirbragð. Gefðu eldhúsinu þínu heimilislegt og glæsilegt yfirbragð með þessum fallega kæliskáp.
Kæliskápurinn
Er með 417 lítra rúmmáli, fjórum hillum og tveimur skúffum fyrir grænmeti. Að auki er mikið og gott geymslupláss í hurð kæliskápsins.
Frystirinn
Er með 218 lítra rúmmáli, fjórum hillum og tveimur skúffum.
Mono Cooling
Heldur stöðugu og jöfnu hitastigi í öllum kæliskápnum og tryggir þannig að maturinn þinn geymist mun betur og grænmetið heldur ferskleika sínum lengur.
Nettengjanlegur
Hægt er að tengja kæliskápinn við snjallsíma og nýta sér SmartThings appið til að nota til fullustu þá möguleika sem skápurinn hefur upp á að bjóða.
Digital Inverter Tækni
Pressunni í skápnun er stjórnað með stafrænni tækni sem minnkar álagið á hana þar sem hún stillir sjálfkrafa hraða sinn. Hún sparar orku, lengir endingartíma sinn og lækkar hljóð.
Klakinn
Þú getur valið um heila kubba eða mulinn klaka til að setja í drykkina þína.
Vatnið
Þegar þorstinn sækir að er einfalt og þægilegt að fá sér ískalt vatnsglas til að svala honum.
Stjórnborð
Inni í tækinu finnur þú hagnýtan skjá sem gerir þér kleift að stilla hitastigið á einfaldan máta. Innbyggði skjárinn sýnir þér hvaða kælistig er í skápnum.
Hraðkæling
Tryggir að hægt er að kæla mikið magn af mat eða drykkjum á fljótlegan og skilvirkan hátt. Aðgerðin lækkar kælistigið niður í ákveðin tíma og eftir það fer kælirinn aftur í fyrri stillingu.
Hraðfrysting
Tryggir að hægt er að frysta mikið magn af mat á fljótlegan og skilvirkan hátt. Aðgerðin lækkar frystistigið niður í ákveðin tíma og eftir það fer frystirinn aftur í fyrri stillingu.
NoFrost
Eða sjálfvirk afhríming tryggir að skápurinn hleður ekki inn á sig klaka og því þarf ekki að affrysta hann. Þannig sparar þú bæði tíma og fyrirhöfn.
MultiFlow
Jöfn dreifing á blæstrinum í öllum hillurýmum kæliskápsins.
Lýsing
Með LED lýsingu sem gefur góða birtu en mikilvægt er að hafa góða birtu þegar þú opnar kæliskápinn þinn. LED perur nota mjög litla orku og eru mun endingarbetri en venjulegar perur.
Hurðarviðvörun
Skápurinn lætur vita ef hurðin á honum er of lengi opin eða ekki rétt lokuð.
Og svo hitt
Tímalaus einföld og glæsileg hönnun