Jafnlaunastefna

Ormsson hefur hlotið jafnlaunavottun sem hefur að meginmarkmiði að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns.

Ormsson hefur innleitt jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012 á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 um jafnlaunavottun sem nær til alls starfsfólks með jafnlaunastefnu þessa sem grunn. Tilgangur með jafnlaunakerfi er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kynja innan Ormsson með það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsfólks til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.

Jafnréttisáætlun þessi minnir stjórnendur og allt starfsfólk á mikilvægi þess að öll séu jöfn og að meta eigi þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og hæfni einstaklinga án tillits til kyns.

Mikilvægt er að fylgja meginreglunni um allt starfsfólk njóti sömu tækifæra: kjör eru ákveðin með sama hætti fyrir sömu eða jafn verðmæt störf starfsfólk hefur sömu tækifæri til menntunar/endurmenntunar/símenntunar/námskeiða öllum kynjum stendur til boða að sækja um störf hjá fyrirtækinu við finnum leiðir til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf við líðum ekki ofbeldi; hér undir fellur meðal annars kynbundið/kynferðislegt ofbeldi/áreitni innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggir á jafnlaunastaðlinum ÍST85, og er kerfið skjalfest og því viðhald Ormsson fylgir viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum, sem eru í gildi á hverjum tíma og staðfesta á fundi hlítni við lög