M0YA MATCHA DALY LÍFRÆNT

MIMM-DAI01-0001

M0YA MATCHA DALY LÍFRÆNT

MIMM-DAI01-0001
2.190 kr
Reiknivél
Lagerstaða
Þessi vara er til á eftirfarandi stöðum..
  • Netverslun
  • Akureyri
  • Ormsson Lágmúla
  • Hágæða lífræn matcha með sterku grænu tebragði og langvarandi keim.
  • Hefur sterkara og bitrara bragð miðað við hærri flokka af matcha.
  • Matcha daily er fullkomið val fyrir áhugafólk um grænt te og tilvalið hráefni fyrir smoothies, ís og bakstur. Hágæða lífrænnt matcha úr  2. og 3. uppskeru úr teplöntum sem eru sérstaklega skyggðar fyrir beinu sólarljósi. skyggingin leiðir til hærra blaðgrænu og L-Theanine innihalds og sterkari grænum lit. Fersku laufunum er síðan safnað saman, þurrkað og malað í duft.

Undirbúningur

Hefðbundin leið til að undirbúa matcha kemur frá japönsku teathöfninni. Það felur í sér að nota matcha skál, bambus pískara –chasen- og bambus skeið -chashaku. Settu 2 chashaku skeiðar af matcha (1,5 g) í matcha skál og helltu 100 ml af heitu vatni yfir (ekki heitara en 80 °C). Þeytið matcha kröftuglega með pískaranum, frá úlnliðnum í m-laga, ekki hringlaga, hreyfingu. Eftir um það bil 20 sekúndur ætti að hafa myndast fullkominni jade-græn froða. Þegar búið er að þeyta teið getur þú bætt við meira vatni til að gera það daufara.

Það er álíka auðvelt að blanda matcha saman með litlum hand mjólkuflóara. Bætið flatri teskeið af matcha (1,5 g) í bolla eða glas og hellið 100 ml af heitu vatni í glasið. Blandið vel saman og bætið meira vatni við ef vill. 1 teskeið gefur þér venjulega 200-250ml af matcha drykk. Rétt eins og með kaffi finnst sumum gott að drekka sterkan matcha espresso, aðrir vilja frekar bæta við vatni. Þú getur líka blandað matcha saman við safa eða mjólk.

Þú getur undirbúið matcha þinn ótrúlega hratt í glerhristara eða í venjulegri flösku: bættu bara matcha við vökva að eigin vali (vatn, safi eða mjólk), hristu og teið er tilbúið!

Matcha Latte Undirbúningur: Blandið einni teskeið af matcha saman við lítinn skammt af heitu vatni. Bætið heitri mjólk út í. Þú getur sætt matcha latte með skeið af hunangi, hlynsírópi eða agave sýrópi.

Moya matcha Daily fæst úr fyrstu og annari uppskeru úr teplöntum sem eru sérstaklega skyggðar fyrir beinu sólarljósi. Skyggingin leiðir til hærri blaðgrænu og L-Theanine innihalds og ríkari grænum lit. Fersku laufunum er síðan safnað saman, þau þurrkuð og möluð í duft. Moya matcha Daily hefur sterkt grænt tebrað og langvarandi eftirkeim. Það má útbúa með hefðbundnum hætti í matcha skál eða einfaldlega í hristara.

Hvað er Matcha
https://www.mbl.is/matur/frettir/2024/05/29/hvad_er_matcha/

Tæknilegar upplýsingar

Upprunaland  Japan
Bragð  Sterkt grænt tebragð og langvarandi eftirkeimur
Mælt með í  Matcha latte, matcha límonaði, matcha kokteila, kökur, sælgæti, ís, súkkulaði
Innihald  100% lífrænt vottað matcha grænt te úr laufblöðum úr annari og þriðju uppskeru.